Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

23. fundur 14. maí 2020 kl. 18:00 - 19:00 Félagsgarði
Nefndarmenn
  • Einar Tönsberg formaður
  • Guðný Ívarsdóttir meðstjórnandi
  • Guðbjörg R. Jóhannesdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir Ritari

Dagskrá:

  1. Viðburðahald sumarsins rætt í ljósi aðstæðna vegna Covid-19. Ákvörðun tekin um að fella niður 17. júní hátíðahöld og sveitahátíðina Kátt í Kjós. Möguleikar á að halda viðburð í haust verða skoðaðir ef aðstæður leyfa.

  2. Rætt um samstarfsverkefni Kjósarhrepps, Hvalfjarðarsveitar og Akraness um þróun ferðaleiðar um svæðið. Markaðsstofa Vesturlands er til ráðgjafar í verkefninu. Haldin verður fundur með umhverfisnefnd um næstu skref í málinu.