Viðburða- og menningarmálanefnd
Dagskrá:
- Skipulagning Aðventumarkaðs sem haldinn verður 7. desember rædd. Nefndin óskar eftir að markaðurinn verði auglýstur í útvarpi og á heimasíðu hreppsins.
- Skipulagning Skötuveislu sem haldinn verður 23. desember kl. 13 rædd. Nefndin óskar eftir 150.000 króna styrk vegna veislunnar og að hún verði auglýst á heimasíðu hreppsins.
- Skipulagning bókaupplesturs á aðventunni rædd. Gunnar Helgason og fleiri verða með upplestur fyrir börn 26. nóvember á barnabókasafninu á efri hæð í Ásgarði. Nefndin óskar eftir að upplesturinn verði auglýstur á heimasíðu hreppsins.
- Skipulagning Þrettándafagnaðar rædd.
- Farið var yfir fjárhagsáætlun næsta árs og næsti fundur ákveðinn 19. nóvember kl. 20 þar sem fjárhagsáætlun verður kláruð.