Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

20. fundur 20. september 2019 kl. 17:00 - 19:00 Félagsgarður
Nefndarmenn
  • Guðný Ívarsdóttir
  • Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
  • Einar Tönsberg
Fundargerð ritaði: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Dagskrá:

1. Rætt um Kátt í Kjós

Nefndin fór yfir kostnaðarþætti og skipulag Kátt í Kjós. Nefndin óskar eftir að í Fjárhagsáætlun 2020 sé gert ráð fyrir mun hærri kostnaði m.a. til að fjármagna starfsmenn til að sjá um umferðarstjórnun, rúlluskreytingakeppni, bæklingagerð, akstur og uppsetningu vegna tjalds. Aðrir kostnaðarþættir eru kaup á spreyi v. rúlluskreytinga, leiga á tjaldi og skemmtiatriði.

2. Rætt um aðra viðburði framundan

Ákveðið að halda Aðventumarkað í Félagsgarði laugardaginn 7. desember Ákveðið að halda Skötuveislu í Félagsgarði seinnipart dags laugardaginn 21. desember

3. Rætt um Bókasafnið í Ásgarði

Nefndin óskar eftir að hreppsnefnd taki afstöðu til þess hvort ráða eigi starfsmann á Bókasafnið.