Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

19. fundur 05. júlí 2019 kl. 15:00 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Guðný Ívarsdóttir
  • Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
  • Einar Tönsberg

Dagskrá:

1. Rætt um skipulagningu á Kátt í Kjós.
Dagskrá Kátt í Kjós í ár verður eftirfarandi: Í Félagsgarði verður kaffisala Kvenfélagsins, markaður, Tuddinn, Sirkus Íslands, hestvagn, trjásala frá Kiðafelli 3. Opið verður á Kaffi Kjós, Sogni, Hálsi, Samansafninu á Kiðafelli og boðið upp á opið hús í Hjalla og gönguferð þaðan inn í Eyjadal. Í Ásgarði mun unglingavinnan sýna afrakstur nýsköpunarstarfs. Margar opnar vinnustofur og gallerí verða í sumarhúsahverfum við Meðalfellsvatn og í Eilífsdal. Húsdýragarður verður í Möðruvallarétt eða í Flekkudal. Rúlluskreytingakeppni verður haldin. Boðið verður upp á gönguferð með leiðsögn Magnúsar Hafsteinssonar um Hvítanes.

Nefndin óskar eftir að sveitasjóður greiði fyrir:
Tjald fyrir markað (50.000)
Hestvagn (150.000)
Sirkus Íslands (215.000)
Leiðsögn Magnúsar Hafsteinssonar (50.000)
Samtals: 465.000

Óvissuþættir varðandi kostnað:
Sprey vegna rúlluskreytingakeppni
Þrif í Félagsgarði Akstur og uppsetning vegna tjalds