Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

15. fundur 23. maí 2019 kl. 20:00 Kaffi kjós
Nefndarmenn
  • Guðný Ívarsdóttir
  • Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
  • Einar Tönsberg
  • Birna Einarsdóttir
  • Hermann Ingólfsson
Fundargerð ritaði: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir

Rætt um skipulagningu á 17. júní í samvinnu við Kaffi Kjós. Nefndin óskar eftir að sveitasjóður greiði fyrir hoppukastala, blöðrur, veitingar og Blaðrarann (skemmtikraftur).

Rætt um sögusýningarspjöld í Ásgarði. Nefndin leggur til að spjöldin verði sett upp í Kaffi Kjós tímabundið hver sýning (Kirkjusýning, Kvenfélagssýning og Leikfélagssýning).

Rætt um hjartastuðtæki. Nefndin leggur til að staðsetning tækjanna sé endurskoðuð og kynnt betur fyrir íbúum og sumarhúsaeigendum, m.a. með því að setja upplýsingar um staðsetningu á forsíðu kjos.is