Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

14. fundur 10. apríl 2019 kl. 17:30 - 19:30 Eldri-fundur

Fundargerð viðburða- og mennningarmálanefndar ásamt umhverfisnefnd

Fundur nr. 14

 

Fundur haldinn 10. apríl 2019 í Ásgarði.

Mætt Guðný Ívarsdóttir, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Einar Tönsberg, Þorbjörg Skúladóttir og Katrín Cýrusdóttir.

Fundur settur kl. 17.30

 

Karl Magnús Kristjánsson oddviti  kom í upphafi fundar og ræddi við nefndirnar um samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu varðandi aðgerðaráætlun áfangastaða. Ákveðið að Karl myndi boða Ágúst Elvar Bjarnason verkefnisstjóra ferðamála á fund til að kynna okkur vinnuna.

 

Farið var yfir vinnu varðandi skilti til að setja á nokkra áningarstaði í Kjós. Ákveðið var að halda áfram vinnu sem var hafin áður við skilti um Laxá og Bugðu, Fuglalíf í Laxvogi

Maríuhöfn, Búðasand – fornleifasvæði, Kjósarrétt og landbúnað í Kjós, og Reynivallaháls og Vindáshlíð.

 

Nefndirnar óska eftir að hreppsnefnd endurnýji skiltin sem eru nú þegar til staðar þar sem þau eru orðin veðruð og illa farin. Skiltin eru við Hvítanes, Hvalfjarðareyri og Meðalfellsvatn. Einnig þarf að endurskoða enska þýðingu á textum á skiltunum.

 

Nefndirnar óska eftir að hreppsnefnd athugi hvort leyfi fáist fyrir því að setja upp skilti við Laxá í vor. Vinna við tvö skilti var unnin fyrir allmörgum árum en á eftir að klára enskar þýðingar: Fuglalíf í Laxvogi og Laxá og Bugða.

 

 

 

Fundi slitið kl. 19.30

Guðbjörg, ritari