Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

13. fundur 16. mars 2019 kl. 11:00 - 11:00 Eldri-fundur

Fundargerð viðburða- og mennningarmálanefndar

Fundur haldinn 16. mars 2019 í Félagsgarði.

 

Mætt Guðný Ívarsdóttir, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Einar Tönsberg

Fundur settur kl. 11

 

Ákvörðun tekin um að Einar Tönsberg taki við sem formaður viðburða- og mennningarmálanefndar.

 

Nefndin óskar eftir upplýsingum um hvaða fjármunir eru áætlaðir til menningarmála og viðburðahalds á árinu 2019.

 

Nefndin leggur til að umhverfisnefnd og viðburða- og mennningarmálanefnd fundi reglulega um ferðamál í sveitarfélaginu þar sem engin ferðamálanefnd er starfandi og viðfangsefni ferðamála falla undir bæði umhverfis – og menningarmál.