Fara í efni

Viðburða- og menningarmálanefnd

12. fundur 18. febrúar 2019 kl. 14:08 - 16:30 Eldri-fundur

Fundargerð viðburða- og mennningarmálanefndar

Fundur haldinn 18. febrúar 2019 á veitingastaðnum Horninu, Reykjavík.

Mætt Guðný Ívarsdóttir, Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Einar Tönsberg ásamt Jakobi H. Magnússyni og Ólöfu Jakobsdóttur.

Fundur settur kl. 14

 

Fundað var með Jakobi og Ólöfu á Horninu og rætt um skipulagningu matar- og menningarhátíðarinnar Krásir í Kjós sem haldin verður í lok mars. Jakob og Ólöf munu þar sjá um að matreiða afurðir úr Kjósinni fyrir gesti. Farið var yfir hráefnin sem verða í boði, skemmtidagskrá og matseðill ákveðin og skipt niður verkum.

 

Í framhaldinu fundaði nefndin um önnur mál og var þá sérstaklega rætt um dagskrá bókasafnskvölda framundan og aðrar hugmyndir að viðburðum á vormánuðum.  

 

Fundi slitið kl. 16.30

Fundargerð ritaði Guðbjörg R. Jóhannesdóttir