Viðburða- og menningarmálanefnd
Mætt: Guðný Ívarsdóttir, Einar Tönsberg og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Dagskrá bókasafnskvölda framundan skipulögð. Nefndin óskar eftir fjármagni til að greiða nokkrum rithöfundum fyrir upplestur í lok nóvember og fyrri hluta desember.
Nefndin óskar eftir að skrifstofa hreppsins auglýsi aðventumarkaðinn í útvarpi og í Mosfelling.
Skoðað var tilboð frá Pennanum í borð fyrir salinn í Félagsgarði. Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki tilboðið.
Rætt um skipulag varðandi skötuveislu, þrettándabrennu og jólatrésskemmtun.
Rætt um möguleika á fleiri viðburðum eftir áramót, svo sem félagsvist.
Fundi slitið kl. 20.30
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir – ritari