Viðburða- og menningarmálanefnd
Fundargerð 31. október 2018 kl. 18
Mætt: Guðný Ívarsdóttir, Einar Tönsberg og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Skoðað var tilboð frá Pennanum í borð fyrir salinn í Félagsgarði. Nefndin leggur til að hreppsnefnd samþykki tilboðið.
Svanborg Magnúsdóttir hefur umsjón með bókasafninu í Ásgarði og mun taka að sér rafræna skráningu bókakosts safnsins. Nefndin leggur til að hreppsnefnd gangi frá samningi við Svanborgu.
Rætt um að halda skötuveislu á Þorláksmessu eins og síðastliðin ár.
Rætt um dagskrá bókasafnskvölda framundan.