Veitunefnd
Veitunefnd Kjósarhrepps, fundur nr. 2
Dags: 3. júlí 2014
Í Ásgarði, kl. 12:00
Mættir nefndarmenn:
Einar Guðbjörnsson (EG), Óðinn Elísson (ÓE), Jón Gíslason (JG), Sigurður Ásgeirsson (SÁ), Jóhanna Hreinsdóttir (JH) og Sigríður Klara Árnadóttir (SKÁ) sem er starfsmaður nefndarinnar og ritari.
Frá ISOR:Kristján Sæmundsson og Þórólfur H. Hafstað,
Auk þess sátu fundinn:Guðmundur Davíðsson oddviti, Guðný G. Ívarsdóttir sveitarstjóri og Úlfar Harðarson ráðgjafi
Dagskrá fundar
1. Niðurstöður mælinga kynntar
Þórólfur frá ISOR reifaði verkefnið og rakti gang mála varðandi Holu 1 (eldri holan v/Möðruvelli) og Holu 2 (nýja holan v/Möðruvelli).
Hola 2 gefur 25 l/s af 140°c heitu vatni, sem sýður á 90 m dýpi, kemur upp sem 100°c heitt vatn og gufa. Fyrstu efnagreiningar benda ekki til neins annars en blöndun á vatni úr holu 1 og holu 2 sé óhætt. Finnbogi, efnafræðingur hjá ISOR mun taka sýni á næstu dögum úr Holu 1 til endanlegrar staðfestingar.
Væntanleg nýtingarhlutföll úr holunum tveim verður:
Hola 1: 25- 30% og Hola 2: 70-75%.
Vatnsmagnið er því nóg. Hitastigið orðið stöðug og nægilegt til hitunar. Holurnar eru eins traustar og öruggar og hugsast getur, jarðhræringar á þessu svæði eiga ekki að hafa áhrif á afkastagetur þeirra og hitastig í framtíðinni.
Niðurstöður rannsókna eru mjög jákvæðar og allt bendir til þess að óhætt verði að fara af stað með næstu skref varðandi undibúning hitaveituframkvæmda, út frá gæðum, hitastigi og magni vatnsins.
2. Næstu skref
Úlfar Harðarson, hönnuður og ráðgjafi, kynnti gátlista sem nýtist Veitunefnd og hreppsnefndinni við næstu skref. M.a. þarf að fara af stað með kynningar til íbúa Kjósarhrepps og sumarbústaðaeigenda, auk bindandi könnunar hver ætlar að vera með og hvar viðkomandi er staðsettur.
Fundi slitið: kl. 14:00
Sigríður Klara Árnadóttir/Jóhanna Hreinsdóttir