Umhverfisnefnd
Umhverfis og ferðamálanefnd Kjósarhrepps
10. fundur þriðjudaginn 22. maí 2007 kl. 18.00 Ásgarði.
1. Kortavinna: Frumútgáfa af Kjósarkorti skoðuð og áframhaldandi vinnuferli ákveðið.
2. Tillaga vegna reiðvegar í Kjósarhreppi lögð fram og hún samþykkt.
Umhverfis- og ferðamálanefnd Kjósarhrepps leggur til við sveitarstjórn Kjósarhrepps að árlega verði ákveðnum fjármunum varið til að styrkja heimamenn í reiðvegagerð, með þeim skilyrðum, að þeir reiðvegir sem styrki hljóta fari inn á aðalskipulag Kjósarhrepps. Um framkvæmd þessa verði settar sérstakar úthlutunarreglur.
3. Tillaga vegna förgunar bílhræa lögð fram til sveitarstjórnar Kjósarhrepps og hún samþykkt.
Umhverfis- og ferðamálanefnd leggur til við sveitarstjórn Kjósarhrepps að stuðlað verði að því á vegum sveitarfélagsins að safnað verði saman bílhræum til eyðingar.
4. Nefndin lýsir ánægju sinni með þær úrbætur sem hafa verið gerðar á gámaplani.
Tillögur vegna þess sem betur mætti fara: Stærri og betri gáma fyrir blöð og fernur og malbika planið.
Katrín Cýrusdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Unnur Sigfúsdóttir