Umhverfisnefnd
Umhverfis og ferðamálanefnd Kjósarhrepps
9. fundur þriðjudaginn 17.apríl 2007 kl. 18:00 Ásgarði
1. Farið var yfir nýjar bæjarmerkingar og verða sendar til Vegagerðarinnar til úrvinnslu og uppsetningar. Einnig farið yfir skilti sem þarfnast lagfæringar.
Ný bæjarnöfn:
Brekkukot
Stekkjarhóll
Bollastaðir
Traðarholt
Lindarbrekka
Sylla
2. Almenningssamgöngur
Lögð var fram tillaga:
Umhverfis og ferðamálanefnd leggur til við hreppsnenfnd Kjósarhrepps að kannaður verði sá möguleiki að nýta ferðir skólabíla í þáu íbúa hreppsins, á þeim leiðum sem skólabörn fylla ekki öll sæti skólabílsins.
Markmið með tillögu þessari er að draga úr mengun.
Var hún einróma samþykkt.
3. Kjósarkort
Búið er að senda frumdrög til vinnslu hjá Loftmyndum.
4. Bergþóru var falið að kanna niðurstöður umhverfismælinga frá verksmiðjusvæðinu á Grundartanga hjá Umhverfisstofnun.
Lögð var fram fundargerð frá kynningarfundi umhverfisnefnda Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps, sem haldinn var á Hlöðum Hvalfjarðarsveit mánudaginn 12. febrúar 2007 kl. 20:30.
5. Næsti fundur ákveðinn 22. maí kl. 18:00 í Ásgarði.
Katrín Cýrusdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Unnur Sigfúsdóttir