Umhverfisnefnd
Umhverfis og ferðamálanefnd Kjósarhrepps
8. fundur þriðjudaginn 27. mars 2007 kl. 18.00 Ásgarði
- Ferðamálasjóður: Úthlutaður styrkur úr ferðamálasjóði 250.000 vegna kortagerðar.
- Farið í gegnum leiðréttingar á upplýsingartöflum sem verða sendar til vinnslu til Vegagerðar ríkisins.
- Birna og Bergþóra fóru á fund með formanni Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins Pétri Rafnssyni 22. febrúar.
Lögð fram tillaga: Umhverfis og ferðamálanefnd Kjósarhrepps leggur til að Kjósarhreppur gerist formlegur aðili að Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Var hún samþykkt.
- Borist hefur svar við fyrirspurn nefndarinnar til byggingarfulltrúa vegna framkvæmda í sveitinni.
- Upplýsingabæklingur um sorphirðu í Kjósarhrepp er tilbúinn og verður honum dreift til allra fasteignaeigenda. Lýsir nefndin ánæju sinni með hann.
- Kjósarkort rædd.
- Næsti fundur ákveðinn 17. apríl kl. 18:00.
Katrín Cýrusdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Ólafur Jónsson