Fara í efni

Umhverfisnefnd

142. fundur 23. janúar 2007 kl. 13:38 - 13:38 Eldri-fundur

6.fundur umhverfis og ferðamálanefnd Kjósarhrepps

23.janúar 2007 kl. 18,00 Ásgarði

 

 

  1. Farið var yfir tilboð í Kjósarkort frá  Loftmyndum,  Landlínum og Ólafi Valssyni.

Samþykkt var að taka tilboði Loftmynda.

 

 

  1. Samþykkt var að sækja um 500.000 kr. styrk til Ferðamálastofu vegna kortagerðar.

 

  1. Kynning: Fundur hjá Umhverfisstofnun 12.janúar 2007.

Stefán Benediktsson og Árni Bragason f.h. umhverfisstofnunar

Birna Einarsdóttir og Berþóra Andrésdóttir f.h. Kjósarhrepp.

Farið yfir undirbúning að upplýsingaskiltum á áningastöðum.

 

 

 

  1. Arnheiður Hjörleifsdóttir kynnti fyrir nefndinni Staðaldagskrá 21. Fór yfir fimm meginþætti eða vegvísa fyrir Staðardagskrárstarfið:

 

Heildarsýn og þverfagleg hugsun

Virk þátttaka íbúanna

Hringrásarviðhorf

Tillit til hnattrænna sjónarmiða

Áhersla á langtímaáætlanir

 

  1. Birna lagði fram fundargerð dags. 13.desember 2006 sem gerð var á samráðs- og kynningarfundi með fulltrúum frá Kjósarhreppi og fulltrúum frá Björgun.

Efni fundarins var: efnistaka Björgunar í Faxaflóa og tillaga  um matsáætlun, drög.

 

  1. Fundarboð frá umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar lagt fram: 

Mánudaginn 12. febrúar kl: 20.30 að Hlöðum. Á fundinn mætir Þór Tómasson frá Umhverfisstofnun. Hann hefur yfirumsjón með starfsleyfum fyrir verksmiðjurnar á Grundartanga.

 

 

  1. Lögð fram gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi.

 

  1. Lögð fram til umsagnar samþykkt um hreinsun, losun og frágang rotþróa í Kjósarhreppi.

Gerð athugsemd við orðalag í 4.gr. Formanni falið að koma þeim athugasemdum á framfæri.

 

 

  1. Birna lagði  fram tillögu um stofnun áhugamannahóps um Maríusetur.Samþykkt

Hópurinn verður öllum áhugamönnum opinn, þeir sem þegar hafa gefið kost á sér eru Bergþóra Andrésdóttir og Ólafur Engilbertsson.

 

  1. Næsti fundur ákveðinn 20. febrúar kl:18.00 í Ásgarði.

 

 

 

 

Katrín Cýrusdóttir

Aðalheiður Birna Einarsdóttir

Bergþóra Andrésdóttir

Unnur Sigfúsdóttir