Umhverfisnefnd
Umhverfis og ferðamálanefnd Kjósarhrepps
7. fundur þriðjudaginn 20. febrúar 2007 kl. 18,00 Ásgarði
- Kjósarkort
Farið var yfir : Upplag – dreifingu – tilboð í prentun og kostnaðaráætlun vegna umsóknar til ferðamálasjóðs.
Vinnufundur ákveðinn 3. mars kl.10:00 í Ásgarði.
- Áningastaðir – 10. febrúar fóru Birna, Bergþóra og Katrín í skoðunarferð um Kjósina til að koma með tillögur að áningastöðum. Ákveðið var að senda tillögurnar til umsagnar til umhverfisstofu.
Áningastaðir Áhugaverðir staðir
1) Hvítárnes, sagan, útsýni.
Steðji
2) Við Háls, Láxárvogur, Fossárrétt
Maríuhöfn, séð inn Þórufoss
Laxárdal,Flekkudal. Orustuhóll
3) Hestaþingshóll, Eyrin
4) Kjósarrétt,atvinnusaga,
þjóðleiðir.
5) Meðalfellsvatn, lífríki
fjallasýn.
6) Káranessef, fuglalíf, lífríki
Laxár.
Samþykkt var að sækja um í Pokasjóð, vegna merkinga á áningastöðum.
- Farið var yfir sameiginlegan fund hjá umhverfisnefdum Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhrepps sem haldinn var á Hlöðum 12. febrúar. Þar kom Þór Tómasson sérfræðingur hjá umhverfisstofu og kynnti starfsemina á Grundartanga og fór yfir umhverfismál í Hvalfirði. Samþykkt að kanna möguleika á að vinna heildarransókn á lífríki í Hvalfirði.
- Rædd voru umhverfismál innansveitar, umgengi við landið og ásýnd sveitarinnar. Ákveðið var að leggja fram nokkrar fyrirspurnir til byggingarfulltrúa, vegna framkvæmda í sveitinni.
- Næsti fundur ákveðinn 27. mars kl. 18:00.
Katrín Cýrusdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Unnur Sigfúsdóttir