Umhverfisnefnd
Umhverfis og ferðamálanefnd Kjósarhrepps
17.fundur
29.september 2004 Félagsgarði
Nefndin hafði boðað nokkra landeigendur á sinn fund vegna merkingar reiðleiða í hreppnum.
Eftirtaldir voru mættir:
Meðalfell - Gísli Ellertsson, Sigurþór Gíslason, Sigurbjörg Ólafsdóttir. Hækingsdalur - Helgi Guðbrandsson. Miðdalur - Guðmundur Davíðsson Káranes - Pétur Lárusson, Marta Finsdóttir. Sogn - Snorri Hilmarsson. Reynivellir - Gunnar Kristjánsson.
1. Merktar voru nokkrar leiðir og málin rædd frá ýmsum sjónarhornum.
2. Samþykkt að halda næsta fund 4.október og boða fleiri landeigendur.
3. Samþykkt að senda hreppsnefnd bréf , vegna eftirtalina atriða:
Óska eftir að hreppsnefnd þrýsti á vegagerð ríkisins vegna lagningu reiðvegar með þeim vegi sem er verið að vinna að í Laxárdal.
Tengiliður fyrir staðardagskrá 21.
Kjósarrétt, hvetjum til að það verði tekin ákvörðun um framtíð hennar.
Hulda Þorsteinsdóttir
Kristján Oddsson
Birna Einarsdóttir