Umhverfisnefnd
3. fundur Umhverfis og ferðamálanefndar 26. sept. 2006, Kaffi Kjós.
1. Lagt fram bréf frá heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis varðandi númerslausan sendiferðabíl í landi Eyja.
2. Lögð voru fram allakonar sýnishorn af kortum, sögukort og sérkort. Unni falið að kynna sér málið.
3. Birna er búin að vera í sambandi við Vegagerðina út af merkingum, viðhaldi og endurnýjun.
4. Nefndin mælist til að sveitarstjórn taki ákvörðun um áframhaldandi merkingar og
viðhald á bæjarmerkjum.
5. Lögð var fram skýrsla um verkþjálfun og starfslýsingu ungmenna í Kjós sumarið 2006. Einnig verkáætlun vegna Félagsgarðs og Ásgarðs 2006 -07. Lýsir nefndin ánæju sinni yfir þessu framtaki og mælir eindregið með áframhaldandi þróun þessa verkefnis.
6. Ræddar voru hugmyndir um Maríusetur.
7. Rædd voru sorpmál í sveitinni og ákveðið að fá fulltrúa frá Sorpu á fund til okkar.
8. Verksmiðjumál í Hvalfirði rædd og ákveðið að vera í samstarfi og samvinnu við Hvalfjarðarsveit í þeim málum.
9. Næsti fundur ákveðinn 24. okt. kl. 18:00
Katrín Cýrusdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Ólafur Jónsson
Unnur Sigfúsdóttir