Umhverfisnefnd
Dagskrá
- Lárus fór yfir vinnu samstarfshóps sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samræmingu úrgangsflokkunar og sagði frá því hópurinn muni fljótlega skila skýrslu um innleiðingu verkefnisins og minnisblaði til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í framhaldi af því verður skýrslan kynnt kjörnum fulltrúum svietarfélaganna til samþykktar. Í framhaldi er reiknað með innleiðing verkefnisins og kynning hefjist i mars/apríl 2022 og verði lokið fyrir árslok.
- Farið var yfir stöðu á uppsetningu grenndar-og flokkunarstöðva við sumarhúsasvæði í samstarfi við Terru. Magnús sem rekur fyrirtæki í Valshamri hefur gengið frá plönum og öðrum tæknilegum atriðum. Uppsetningin gengur vel og komin er stöð við sumarhúsahverfin þrjú við Valshamar, við Norðurnes og Stampa við Hálsenda. Þar eru flokkunargámar fyrir plast, pappír, almennt sorp og lífúrgang. Verið er að bíða eftir góðri umgjörð fyrir lífúrgangsgámana. Fundarmenn voru ánægðir með þessa þróun mála. Mikilvæt er að setja inn myndir af stöðvunum á heimasíðuna þegar allt er frágengið einnig um lífúrganginn.
- Rætt var um verkefni er varðar loftlagsmál og voru fundarmenn sammála um að þetta væru verkefni sem þyrfti að vinna þvert á sveitarfélagamörk. Oddvita var falið að kanna stöðu mála í nágrannasveitarfélögum.
- Oddviti kynnti útlit og verð á moltutunnu frá Terru og ákveðið að kanna áhuga hreppsbúa á því að kaupa tunnu. Rætt um hvort hægt væri að bjóða upp á afslátt af sorphirðugjaldi fyrir þá hreppsbúa sem notuðuð lífúrgang eingöngu til moltugerðar.
- Umræður urðu um þáttöku Kjósarhrepps i Vesturlandsstofu t.a.m í áfangastaðaskýrslu og hvort að það væri kannski æskilegast að hreppurinn tæki formlega þátt í starfi Vesturlandsstofu. Oddvita var falið að kanna stöðu hreppsins innan vesturlandsstofu..