Fara í efni

Umhverfisnefnd

24. fundur 20. janúar 2021 kl. 17:00 - 19:40 Ásgarði
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir formaður
  • Lárus Vilhjálmsson ritari
  • Þorbjörg Skúladóttir varaformaður
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti og varamaður
Fundargerð ritaði: Lárus Vilhjálmsson Ritari

Efni fundar

1. Gjaldskrá á gámaplani: Kynnt var gjaldskrá fyrir úrgangsefni á Gámaplani og skilti sem verður sett þar upp.
Afgreiðsla: Nefnd var sammála um að gjaldskrá væri hófleg í samanburði við nágrannasveitarfélög en hana mætti endurskoða í ljósi reynslunnar síðar á árinu.

2. Starfshópur SSH um samræmingu á úrgangsflokkun á höfuðborgarsvæðinu: Lárus sem sat í starfshópnum fyrir hönd Kjósarhrepps fór yfir vinnu hópsins og skýrði frá niðurstöðum hans sem verða kynntar fyrir sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á næstunni. Niðurstöður starfshópsins er sú að taka upp 3-4 tunnu flokkun á pappír/pappa, plasti, lífrænum úrgangi og heimilissorpi. Hægt verður að halda 3 tunnu kerfi eins og er í hreppnum með tvískiptri tunnu fyrir heimilissorp og lífrænan úrgang.   

3. Opnunartími Gámaplans.
Afgreiðsla: Nefnd leggur til að opnunartími Gámaplans verði frá 11-14 á laugardögum, frá 13-16 á sunnudögum og til 18 á sumrum og frá 14-17 á miðvikudögum. Þessar tímasetningar verða endurskoðaðar í ljósi reynslu með gjaldtöku síðar á árinu. 

4. Grenndargámar: Settir verða niður flokkunargámar fyrir pappír, plast, lífrænan úrgang og heimilssorp við sumarhúsasvæðin við Norðurnes, Hálsenda og Eilífsdal. Stefnt er að því að þeirri vinnu verði lokið í vor. Nefnd var einhuga um að vera með góða kynningu á notkun gámanna fyrir sumarhúsaeigendur og stefnt er að því að hitta forsvarsmenn sumarhúsafélaganna fljótlega.

5. Landbúnaðarplast: Nefnd er sammála um að leitað verði leiða til að nýta plastið innanlands í samstarfi við Terru eða aðra og að útbúa leiðbeiningar um frágang á því fyrir flutning.

6. Umgengni við Meðalfellsvatn: Nefnd var sammála um að kortleggja umgengni við strandlengju Meðalfellsvatns og grípa til aðgerða ef þörf krefði.