Umhverfisnefnd
- Farið var yfir stöðu sorpmála á sumarhúsasvæðum. Leitað verður tilboða í gámaplön á svæðunum. Sumarhúsasvæðið í Eilífsdal er með hlið og það er væntanlegt í sumarhúsasvæði í Norðurnesi en nefndin telur að ekki sé forsvaranlegt að setja upp gámaplön á svæðum sem ekki eru lokuð fyrir óviðkomandi umferð. Nefndin mun funda fljótlega með stjórnum sumarhúsasvæðanna.
- Rætt var um gjaldtöku á Gámaplani hreppsins og voru fundarmenn sammála að það ætti að taka gjald fyrir úrgang frá framkvæmdum. Ákveðið var að kanna gjaldskrár nágrannasveitarfélaga og hrinda gjaldtöku í framkvæmd þegar nýr starfsmaður yrði ráðinn á gámplan.
- Nefnd fól oddvita að auglýsa eftir starfsmanni á Gámaplan sem myndi sjá um móttöku og eftirlit með losun úrgangs og sjá um gjaldtöku.
- Farið var í heimsóknir á nokkra bæi og lögheimili í hreppnum nýlega og athugað með flokkun úrgangs. Ástandið var mjög gott,
- Unnið er að bæklingi um flokkun og þegar hann er tilbúinn mun nefnd fylgja honum eftir með heimsóknum á heimili. Rætt var um að koma með leiðbeiningar um moltugerð fyrir hreppsbúa á vef hreppsins.
- Vinna við ferðaleið um Hvalfjörðinn gengur vel og áætlað er að verða með kynningarfund fyrir hreppsbúa síðar í sumar.
- Lárusi var falið að hefja vinnu við umhverfisstefnu fyrir Kjósarhrepp og leggja fram drög í sumar.