Umhverfisnefnd
Tíundi fundur var haldinn í Umhverfisnefnd Kjósarhrepps,
6.03.2019, kl:17:30
Fundarstaður: Ásgarður
Mætt voru: Katrín Cýrusdóttir, Lárus Vilhjálmsson og Þorbjörg Skúladóttir aðalmenn.
- Nefndin átti góðan vinnufund þar sem unnar voru tillögur til hreppsnefndar að bættri sorphirðu og flokkun í sveitarfélaginu með hliðsjón af fyrri fundum og heimsóknum í Bláskógabyggð og Hvalfjarðarsveit. Ákveðið var að senda tillögur til Karls Magnúsar oddvita til yfirferðar og kostnaðargreiningar áður en þær færu til hreppsnefndar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:00.
Lárus Vilhjálmsson, ritari