Fara í efni

Umhverfisnefnd

3. fundur 17. október 2018 kl. 17:00 - 19:00 Ásgarður
Nefndarmenn
  • Katrín Cýrusdóttir
  • Lárus Vilhjálmsson
  • Þorbjörg Skúladóttir
  • Karl Magnús Kristjánsson oddviti og varamaður í nefndinni

1. Oddviti og formaður nefndarinnar hittu landeigendur sem eiga hagsmuna að gæta við Búðasand og er sátt um að svæðið fari undir hverfisvernd með takmarkaðri efnistöku landeigenda í flæðarmáli vestan megin á svæðinu sem verður tilkynningaskylt til byggingarfulltrúa. Eins var rætt um að nauðsynlegt væri að setja upp skilti sem banna eftirlitslausa efnistöku við Búðasand og önnur strandsvæði í hreppnum eins og Hvalfjarðareyri og Hvítárnes.


 

2. Farið var yfir minnisblað frá Karli Magnúsi oddvita um sorphreinsunarmál Kjósarhrepps. Nefndin var sammála um að unnið yrði að þeim punktum sem þar koma fram. Skoða ætti gjaldtöku fyrir losun á byggingarefnum og rúlluplasti. Eins voru menn sammála um að leita leiða til að ráða heimamann í lágu starfshlutfalli til að aðstoða starfsmann endurvinnsluplans og vinna önnur verkefni sem lúta að endurvinnslu og sorpmálum hreppsins.   


 

3. Samþykkt var að nefndin muni hitta ásamt oddvita aðila frá Gámaþjónustunni og Íslenska Gámafélaginu þar sem þeir myndu kynna sína þjónustu og hugmyndir um hvernig hún gæti nýst íbúum Kjósarhrepps sem best. Þetta væri liður í undirbúningi fyrir útboð. 


 

4. Rætt var um að nauðsynlegt væri að útbúa bækling fyrir hreppsbúa og sumarhúsaeigendur með skýrum leiðbeiningum um flokkun úrgangs og notkun endurvinnsluplans. Hægt væri að gera hann í samvinnu við þann þjónustuaðila sem samið verður við um sorplosun og endurvinnsluplan. Eins voru menn sammála um að nýr vefur hreppsins yrði að vera með góðar og skýrar upplýsingar um umhverfismál, endurvinnslu og sorpmál.  


 

5. Nefnd var sammála um að hefja vinnu sem fyrst við Umhverfisstefnu fyrir Kjósarhrepp þar sem t.a.m yrði kafli um aðgerðir í loftlagsmálum og um ágengar framandi plöntur.


 

6. Rætt var um áningarskilti og að nauðsynlegt væri að hafa samráð við menningar og viðburðanefnd um gerð þeirra. Gera þyrfti átak í örnefnaskráningu í hreppnum og gera þær upplýsingar aðgengilegar.

 

7. Næsti fundur nefndarinnar verður í nóvember. 
 
                Fleira ekki gert og fundi slitið  kl 19:00.