Umhverfisnefnd
1. Nefnd skipti með sér verkum. Katrín Cýrusdóttir verður formaður nefndarinnar næstu 2 ár og Lárus Vilhjálmsson tekur þá við. Lárus er ritari og Þorbjörg meðstjórnandi.
2. Farið yfir erindisbréf nefndarinnar. Fundarmenn voru sammála um að hlutverk nefndarinnar væri viðamikið og væri best að forgangsraða verkefnum hennar. Menn voru sammála um að fyrsta verkefni nefndarinnar væri að safna sér upplýsingum um ástand og umfang umhverfismála í hreppnum. Nefndin mun fara yfir erindisbréf á næsta fundi og afgreiða til hreppsnefndar.
3. Nefnd vill fá kynningu á nýju aðalskipulagi Kjósarhrepps.
4. Rædd voru mál sorphirðu og endurvinnsluplans. Nauðsynlegt er að bæta merkingar á endurvinnsluplani og jafnvel að setja upp eftirlitsmyndavél. Nýr vefur hreppsins þarf að vera með greinargóðar upplýsingar um flokkun sorps. Bæta þarf fræðslu og kynningu á flokkun og sorphirðu og nefnd þyrfti að vera með kynningu hjá félögum sumarhúsaeigenda. Nefnd var sammála um að oddviti myndi leita tilboða í sorphirðu og umsjón endurvinnsluplans.
5. Rætt var um áningarskilti við áhugaverða staði í hreppnum og var nefnd sammála um að það þyrfti að endurnýja og uppfæra skilti og bæta við nýjum á fleirri stöðum. Kanna þarf kostnað við hönnun og prentun.
6. Ákveðiði var að fara í vettvangsferð 1. águst á endurvinnsluplan, staði fyrir sorpgáma og helstu staði á náttúruminjaskrá.
7. Næsti fundur nefndarinnar verður haldin miðvikudaginn 8. Ágúst kl 16.30.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 18:10.