Umhverfisnefnd
4. fundur umhverfis-, náttúru- og landbúnaðarnefndar
Fundur haldinn 2. mars 2011 kl. 20.30 í Ásgarði.
- Kynning á Grænum apríl var lögð fram og rædd en hugmyndin er að fá ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að vinna saman að því að gera apríl að grænum mánuði. Heimasíða verkefnisins er www.graennapril.is.
Nefndin bendir á að Umhverfisvaktin við Hvalfjörð stefnir að fræðslufundi/uppákomu í apríl fyrir íbúa svæðisins og verður það mögulega tengt Grænum apríl. - Áningarstaður við Laxárbrú ræddur og hugmynd að göngustíg frá áningastað að Laxfossi. Nefndin áætlar að fara í vettvangskönnun um svæðið og í framhaldi af því hafa samband við hlutaðeigandi aðila, s.s. landeigendur og veiðifélag.
- Aðrar umræður.
Fundi slitið kl. 22.00. Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 10. mars við Laxá. Ritari var Björn Hjaltason.
Gyða Björnsdóttir
Kristján Oddsson
Björn Hjaltason