Fara í efni

Umhverfisnefnd

319. fundur 22. febrúar 2010 kl. 13:35 - 13:35 Eldri-fundur

33.fundur umhverfis- og ferðamálanefndar haldinn á Höfuðborgarstofu

Sif Gunnarsdóttir tók á móti okkur  og var með almenna kynningu á  Ferðamála- samtökum höfuðborgarsvæðisins FSH.

Lagt var fram minnisblaðvarðandi Náttúruminjaskrá.

 

 

Bergþóra Andrésdóttir

Birna Einarsdóttir

Katrín Cýrusdóttir

Unnur Sigfúsdóttir

 

 

Minnisblað varðandi Náttúruminjaskrá.

Með fyrirvara um ritvillur

Þriðjudaginn 9. febrúar fór oddviti Kjósarhrepps til fundar við forstöðumann Umhverfisstofnunar; Kristínu Lindu. Tilefni fundarins var að fara yfir svæði í Kjósarhreppi sem eru á Náttúruminjaskrá.

 

Laxárvogur og Laxá nr. 134

Svæðið Laxárvogur var stækkað 1995 og nær yfir allt vatnasvið Laxár eftir stækkun. Oddviti greindi frá að almenn vitneskja hafi ekki verið um stækkunina fyrr en við gerð aðalskipulags á árunum 2002-6. Greindi oddviti frá ógnnægu heimamanna varðandi framansagt. Þá lét hann þá skoðun sína í ljós að svo víðtæk friðun skilaði ekki þeim árangri sem að væri stefnt og svæði sem væru sérstaklega upptalin  nyti ekki þeirrar verndar sem þeim bæri. Nefndi hann sérstaklega þá lagaskyldu sem hvíldu á aðilum í hreppnum að leita umsagnar vegna hverskonar framkvæmda. Óskaði hann eftir að svæðið yrði minkað og vísaði til erindis þess efnis fyrir nokkrum misserum.

Kristín Linda upplýsti m.a. að með friðunni væri verið að vernda heildarmyndina. Stofnunin hefði engin tök á að veita umsagnir um allar framkvæmdir. Benti hún  á að hreppurinn geti sent inn erindi með greinargerð þar sem óskað væri eftir endurskoðun og yrði það tekið til skoðunar við endurskoðun á Náttúruminjaskrá. Skráin er birt í stjórnartíðindum og verður því ekki breytt eða svæðin endurskilgreind nema með nýrri auglýsingu. Var hún jákvæð gagnvart málinu.

Ósmelur og Hvalfjarðareyri nr. 138

Nýlega barst oddvita kort frá Umhverfisstofnun af svæðinu vegna umfjöllun um starfsleyfi fyrir malarnáms í Norðurkoti. Þar kemur fram að svæðið er þar skilgreint mun stærra en áður hefur komið fram eða upp að þjóðvegi. Var þessari túlkun mótmælt og vísað til fyrri korta og aðalskipulags Kjósarhrepps. Að beiðni Kristínar var henni sent erindi varðandi málið og óskað eftir að stofnunin færi yfir málið og að í svari yrði ákvörðun, sem kæranleg væri til æðra stjórnvalds. Lýsti Kristín undrun sinni og vanþóknun á þessu misræmi.

 

Steðji

Oddviti greindi frá fyrirhuguðum merkingum að og við Steðja og óskaði eftir samstarfi í því sambandi og að stofnunin yrði sýnilegri gagnvart svæðum sem eru undir hennar umsjá. Kristín tók jákvætt tekið í erindið.

Friðlýsing

Nokkur umræða varð um að stíga næsta skref varðandi verndun en stigsmunur er á Náttúruminjaskrá og friðlýsingu. Um friðlýsingu er samið og útilokar það ekki umsamda nýtingu landsins t.d. malarnám. Þegar land er á náttúruminjaskrá eru engir samningar í gildi og þarf samkvæmt lögum að sæta umsagnar Umhverfisstofnunar í hverju tilviki. Að hálfu Kjósarhrepps getur komið til greina að fara í feril friðlýsingar með Laxvog, Hvalfjarðareyri og ströndina út að Kiðafellsá.

 

Gagnavinnsla

Í kjölfar fundarins með Kristínu Lindu hóf oddviti vinnu við öflunar grunngagna viðvíkjandi friðlýsingu Steðja og skráningu svæða í Kjós á Náttúruminjaskrá. Erindi um ósk um afhendingu gagna er til afgreiðslu hjá Umhverfisstofnun.

Við leit og skoðun grunngagna í Þjóðskjalasafni hefur komið í ljós að Umhverfisstofnun telur nú í seinni tíð landsvæðið í kringum Steðja vera 7 hektarar en samkvæmt grunngögnum málsins er svæðið í mesta lagi 0,7 ha. Koma þarf ábendingu varðandi þetta til Umhverfisstofnunar.

 

Kjósarhreppi, 23.02.2010

Sigurbjörn Hjaltason