Umhverfisnefnd
34. fundur Umhverfis og ferðamálanefndar þriðjudaginn 23.mars 2010.
1. Birna sagði nefndinni af stjórnarfundi sem hún sat hjá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins 17. mars og lagði hún fram fundargerð fundarins.
2. Ólafur Engilbertsson kom og lagði fram fumdrög af skiltum á áningastöðunum og fór nefndin yfir þau.
3. Birna lagði fram skilti til að merkja áhugaverða staði og upplýsingarskilti sem hreppurinn er að fara að setja upp.
4. Lagður var fram samningur um styrk vegna úrbóta á ferðamannastöðum milli Kjósarhrepps og Ferðamálastofu, 8. mars 2010.
5. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu um dag umhverfisins 25. apríl lagt fram. Umhverfisráðuneytið ákvað að tileinka dag umhverfisins í ár líffræðilegri fjölbreytni samkvæmt ákvörðun Sameinuðu þjóðanna. Leggur nefndin því til að þau áningaskilti sem fjalla um lífríki verði afhjúpuð á þessum degi með viðhöfn og viðurgjörningi.
Birna Einarsdóttir, Bergþóra Andrésdóttir, Unnur Sigfúsdóttir og KatrínCýrusdóttir, Ólafur Jónsson.