Umhverfisnefnd
30.fundur í umhverfis og ferðamálanefnd
þriðjudaginn 29.september 2009 kl. 17:00
1.
Kynning á fundi um markaðstarf á höfuðborgarsvæðinu sem formaður sat. Farið var yfir efni fundarins og framtíðaráætlanir kynntar, kom fram að margir möguleikar bjóðast til að kynna okkur, einnig kom það fram að það er okkar að sækja í tengsl við höfuðborgarstofu. Birna ætlar að ath. með kynningarfund fyrir nefndina.
2.
Lagt var fram bréf frá umhverfisstofnun vegna ársfundar þann 6. nóv. Fulltrúum héðan boðin að sitja fundinn. Kynnt betur síðar.
3.
Ræddur var seinni hluti verkefnisins; áningastaðir í Kjós. Áætlað var að setja upp 3 áningastaði á eftirtöldum stöðum.
a) Við Laxárvog
b) Við Þorlákstaðaveg útsýni yfir Hurðabaksef með áherslu á fuglaskoðun.
c) Við Kjósarrétt í landi Möðruvalla.
Nefndin leggur til að sveitarfélagið óski eftir svari frá viðkomandi landareigendum,þar sem Kjósarrétt stendur,vegna fyrirhugaðs áningarstaðar við réttina.
4.
Guðlaugur Mikaelsson kom og sagði frá starfi sínu á gámaplani.
Breyttur opnunartími kynntur og fram kom að heimilissorp er í miklum mæli skilið eftir þegar að gámaplan er lokað. Töluverður sóðaskapur hefur myndast þegar vargurinn fer í pokana og rusl fýkur um allt.
Guðlaugur kom með þá tillögu að göngufæri væri inn á planið þegar að svæðið væri lokað og heimilissorpsgámur væri við vinnuskúrinn þannig að fólk gæti gengið inn fyrir og losað sig við heimilissorps. Tekur nefndin undir þessa lausn og vonar að fólk vandi sig í umgengni.
Bergþóra Andrésdóttir
Birna Einarsdóttir
Ólafur Jónsson
Katrín Cýrusdóttir
Unnur Sigfúsdóttir