Umhverfisnefnd
25. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar 24. Febrúar 2009
1. Farið yfir tillögu að áningaskilti frá Sögumiðlun. Talað um að merki sveitafélagsins og Pokasjóðs verði að vera inn á skiltinu. Teljum að það sé nauðsynlegt textinn verði einnig á ensku. Samþykkjum að tillögu Sögumiðlunar að á hverjum stað verði eitt miðlægt skilti með útlínuteikningu af útsýninu, fjöllum og staðháttum með örstuttum upplýsingum og helstu nöfnum á kennileitum o.fl.. Stefnt að framkvæmdir við verkið hefjist í vor.
2. Nefndarmenn ætla að gera lauslega könnun á hvort merkingar vanti í sveitinni. Nefndin leggur til að byggðarmerki verði sett við sveitafélagsmörk á þremur stöðum.
3. Birnu barst fyrirspurn í tölvupósti um útblástur frá Grundartanga. Birna ætlar að hafa samband við formann umhverfisnefndar í Hvalfjarðarsveit.
4. Búið er að skipta um gáma á gámaplaninu, lagfæra þarf flokkunarmerkingar á gámum. Nefndin leggur til að hreppsnefnd sendi upplýsingar um breytingar á starfsemi gámaplansins með álagningaseðli fasteignagjalda . Þar sem fram koma: Áætluð dagsetning sem breytingarnar taka gildi, opnunartími, upplýsingar um starfsmann.
Katrín Cýrusdóttir, Birna Einarsdóttir, Bergþóra Andrésdóttir og Unnur Sigfúsdóttir