Umhverfisnefnd
23. fundur umhverfis- og ferðamálanefndar 29.okt. 2008
- Áningarstaðir: Ólafur Engilbertsson frá Sögumiðlun lagði fram tillögur að útliti skilta og skipulagi áningarstaða.
- Snertiskjár: Ólafur Engilbertsson frá Sögumiðlun kynnti vinnu við snertiskjáinn sem er á lokastigi.
- Farið yfir gögn vegna framræslu í Hurðarbakssefi.
Umhverfis- og ferðamálanefnd ályktar eftirfarandi varðandi jarðrask: Nefndin hvetur landeigendur og umráðamenn lands í Kjósarhreppi að leita umsagnar Umhverfisstofnunar og sækja um tilskilin leyfi áður en farið er í framkvæmdir á jörðum. Virðum lög og reglur og látum náttúruna njóta vafans. Öll erum við gæslumenn lands og viljum skila því í sem bestu ástandi til komandi kynslóða.
- Fulltrúar frá umhverfisnefnd munu mæta á kynningarfund á morgun hjá Björgun ehf.
- Önnur mál: Staðan á gámaplaninu rædd. Nefndin er óánægð með að Gámaþjónustan hefur ekki lagfært það sem beðið var um. Nefndin leggur til að hreppsnefnd ráði starfsmann á gámaplan og hafi ákveðinn afgreiðslutíma á planinu.
Katrín Cýrusdóttir, Birna Einarsdóttir, Bergþóra Andrésdóttir, Ólafur Engilbertsson og Unnur Sigfúsdóttir