Fara í efni

Umhverfisnefnd

240. fundur 30. september 2008 kl. 18:56 - 18:56 Eldri-fundur

Umhverfis- og félagsmámanefnd 30. sept. 2008  22. fundur

 

  1. Kjósarkort:

 

Nefndin er allmennt ánægð með hvernig til tókst í gerð Kjósarkorts, verkið er ekki fullkomið og vitað er nú þegar um nokkrar villur.  Hafa nokkrir aðilar haft samband við nefndina og bent á hluti sem betur mætti fara, verður þessum ábendingum haldið til haga.  Nefndin lítur á þetta verk sem mikilvægan grunn að áframhaldandi starfi. Gætt hefur ákveðins miskilning og halda sumir að þetta sé örnefnakort eða göngukort, nefndin leggur áherslu á að þetta er heildar kort af Kjósarhrepp, þar sem helsu kennileiti og staðir eru merkstir inn en að sjálfsögðu kemst ekki allt inn á svona kort , en kortið getur svo nýst til gerðar sérkorta eins og til dæmis örnefna, göngu, reiðleiða og fl.  Við gerð kortsins lá það frammi til skonunar á skrifstofu Kjósarhepps í talsvert langan tíma og var það auglýst, þannig að allir sem áhuga höfðu gátu komið sínum ábendingum á framfæri og þökkum við þeim sem það gerðu.

Þeir sem vilja koma ábendingum til nefndarinnar er bent á að senda þær til :

Birna Einarsdóttir ,

 Hjalla, Kjós ,

 270 Mosfellsbær.

 Eða á netfangið birnae@hive.is

 

2.      Farið yfir ábendingar sem nefndinni hafa borist

·        Andrea Róbertsdóttir bað um að hafa í huga við næstu útgáfu að merkja sumarhús sitt inn á kortið Ennisbraut 3, Hálsakot.

·        Arnór Hannibalsson benti á að húsið hans héti Hreggnasi.

·        Sigfús A. Schopka benti á að Stíflisdalur I sé norðan við vatnið en Stíflisdalur II sé við þjóðveg 48.

·        Skúli Geirson sendi nefndinni ítarlegt bréf um örnefni í nágreni Írafells.

 

      Birna mun koma leiðréttingum til Loftmynda.

  1. Nefndin mun kanna hvernig best sé að koma kortunum í dreifingu.
  2. Lögð fram tvö bréf frá heilbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis varðandi umgengni á landi Þúfu og lóðinni Harðbala 2.
  3. Vinna við hönnun áningastaða hafin.

Sótt var um styrk til gerðar áningastaða til EBÍ (Eignahaldsfélag Brunabótafélag Íslands).

  1. Birna sagði nefndinni frá ferð sem hún og Bergþóra fóru með Samtökum ferðamála á höfuðborgasvæðinu.
  2. Kjósarhrepp stendur til boða að taka þátt í hönnun snertiskjás í samvinnu við Samtök ferðamála á höfuðborgasvæðinu. Sögumiðlun ehf. var falið að kanna verkefnið og gera áætlun.
  3. Gámaplan – sorphirða: Birna kynnti fund sem haldin var með fulltrúa frá Gámaþjónustunni þar sem farið var yfir mál sem betur mætti fara á gámaplani.
  4. Önnur mál:

 Nefndin óskar eftir að fá öll gögn um jarðrask í Hurðarbakssefi.

Katrín Cýrusdóttir,  Birna Einarsdóttir, Ólafur Eingilbertsson, Ólafur Jónsson og Unnur Sigfúsdóttir