Umhverfisnefnd
Umhverfis- og félagsmámanefnd 30. sept. 2008 22. fundur
- Kjósarkort:
Nefndin er allmennt ánægð með hvernig til tókst í gerð Kjósarkorts, verkið er ekki fullkomið og vitað er nú þegar um nokkrar villur. Hafa nokkrir aðilar haft samband við nefndina og bent á hluti sem betur mætti fara, verður þessum ábendingum haldið til haga. Nefndin lítur á þetta verk sem mikilvægan grunn að áframhaldandi starfi. Gætt hefur ákveðins miskilning og halda sumir að þetta sé örnefnakort eða göngukort, nefndin leggur áherslu á að þetta er heildar kort af Kjósarhrepp, þar sem helsu kennileiti og staðir eru merkstir inn en að sjálfsögðu kemst ekki allt inn á svona kort , en kortið getur svo nýst til gerðar sérkorta eins og til dæmis örnefna, göngu, reiðleiða og fl. Við gerð kortsins lá það frammi til skonunar á skrifstofu Kjósarhepps í talsvert langan tíma og var það auglýst, þannig að allir sem áhuga höfðu gátu komið sínum ábendingum á framfæri og þökkum við þeim sem það gerðu.
Þeir sem vilja koma ábendingum til nefndarinnar er bent á að senda þær til :
Birna Einarsdóttir ,
Hjalla, Kjós ,
270 Mosfellsbær.
Eða á netfangið birnae@hive.is
2. Farið yfir ábendingar sem nefndinni hafa borist
· Andrea Róbertsdóttir bað um að hafa í huga við næstu útgáfu að merkja sumarhús sitt inn á kortið Ennisbraut 3, Hálsakot.
· Arnór Hannibalsson benti á að húsið hans héti Hreggnasi.
· Sigfús A. Schopka benti á að Stíflisdalur I sé norðan við vatnið en Stíflisdalur II sé við þjóðveg 48.
· Skúli Geirson sendi nefndinni ítarlegt bréf um örnefni í nágreni Írafells.
Birna mun koma leiðréttingum til Loftmynda.
- Nefndin mun kanna hvernig best sé að koma kortunum í dreifingu.
- Lögð fram tvö bréf frá heilbrigðisfulltrúa Kjósarsvæðis varðandi umgengni á landi Þúfu og lóðinni Harðbala 2.
- Vinna við hönnun áningastaða hafin.
Sótt var um styrk til gerðar áningastaða til EBÍ (Eignahaldsfélag Brunabótafélag Íslands).
- Birna sagði nefndinni frá ferð sem hún og Bergþóra fóru með Samtökum ferðamála á höfuðborgasvæðinu.
- Kjósarhrepp stendur til boða að taka þátt í hönnun snertiskjás í samvinnu við Samtök ferðamála á höfuðborgasvæðinu. Sögumiðlun ehf. var falið að kanna verkefnið og gera áætlun.
- Gámaplan – sorphirða: Birna kynnti fund sem haldin var með fulltrúa frá Gámaþjónustunni þar sem farið var yfir mál sem betur mætti fara á gámaplani.
- Önnur mál:
Nefndin óskar eftir að fá öll gögn um jarðrask í Hurðarbakssefi.
Katrín Cýrusdóttir, Birna Einarsdóttir, Ólafur Eingilbertsson, Ólafur Jónsson og Unnur Sigfúsdóttir