Umhverfisnefnd
Umhverfis- og ferðamálanefnd Kjósarhrepps
17. fundur 29. apríl 2008 kl.17.00 í Ásgarði
1..Kjósarkort
Farið yfir síðustu útgáfu Kjósarkorts.
Þrjár tillögur að mynd á bakhlið lagðar fram.
Farið yfir texta á bakhlið
Tekin ákvörðun um mynd á forsíðu.
2. Fundur FSM (Félag sumarbústaðaeigenda við Meðalfellsvatn)
Birna fór fyrir hönd nefndarinnar á fund FSM með umhverfisfyrirlestur. Hvatti hún sumarbústaðaeigendur til að fara eftir lögum og reglum varðandi umhverfismál.
3. Áningastaðir
Fulltrúi Vegagerðarinnar fór yfir tillögur að áningastöðum og samþykkti þær.
Samkvæmt bókun frá fundi 26. febrúar síðastliðinn var tekin ákvörðun um að byrja á áningastöðunum við Hvítárnes, Hestaþingshól og Meðalfellsvatn. Hafist er handa við að leita að hönnunaraðilum að framkvæmdinni.
4. Önnur mál.
a) Ferðalangur á heimaslóð – á sumardaginn fyrsta, bæklingur lagður fram til kynningar.
b) Óskað var eftir að Umhverfis- og ferðamálanefnd tæki afstöðu varðandi eyðingu skógarkerfils í hreppnum. Nefndin styður þá framkvæmd en leggur áherslu á að varlega verði farið með eiturefni þannig að þau skaði ekki annan gróður.
c) Lagt var fram bréf frá oddvita Kjósarhrepps frá 29. apríl varðandi ólögmætar leyfisskyldar framkvæmdir við Meðalfellsvatn. Nefndin er fullkomlega sammála aðgerðum sveitarfélagsins varðandi þessar framkvæmdir.
Katrín Cýrusdóttir
Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Unnur Sigfúsdóttir