Umhverfisnefnd
Umhverfis- og ferðamálanefnd Kjósarhrepps
15. fundur 26. febrúar 2008 kl.17.00 í Ásgarði
- Áningastaðir – Fulltrúi vegagerðarinnar mun koma og skoða þá áningastaði sem talað var um og koma með álit á þeim. Farið var yfir minnisblað frá Umhverfisstofnun og leggjum við til að byrjað verði á þremur stöðum Hvítárnesi, Hestaþingshól og við Meðalfellsvatn þar sem aðgengi er gott og framkvæmdir auðveldar. Ákveðið var að sækja um styrk í Pokasjóð.
- Deiluskipulag Vindás 5 – Engar athugasemdir.
- Gönguleiðir – Merkingar, rætt um hvort merkja ætti gamlar gönguleiðir og þjóðleiðir eins og Kirkjustíg, Gíslagötu og Svínaskarðsveg.
- Samkomulag er undirritað var 25. febrúar 2008 um Hvalfjarðarkort lagt fram.
- Rætt var um hvort ástæða væri til að vera með opinn umhverfisfund þar sem ýmiss umhverfismál væru tekin fyrir.
- Næsti fundur ákveðinn 1.apríl kl. 17.00 í Ásgarði.
Katrín Cýrusdóttir
Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Unnur Sigfúsdóttir