Fara í efni

Umhverfisnefnd

205. fundur 29. janúar 2008 kl. 07:38 - 07:38 Eldri-fundur

Umhverfis- og ferðamálanefndarfundur

29. janúar 2008.

 

Mættir: Birna Einarsdóttir, Ólafur Engilbertsson, Ólafur Jónsson, Kristján Oddsson, Unnur Sigfúsdóttir.

 

  1. mál. – Hvalfjarðarkort.
    Fjallað um gamalt samkomulag við fyrirtækið Fífilbrekku ehf. og Reyni Ingibjartsson varðandi Hvalfjarðarkort frá árinu 2005. Kom í ljós að Hvalfjarðarsveit hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu sem býðst nú aftur að ljúka. Spurning er hvort við eigum að taka þátt í því líka.

    Samþykkt fundarins varðandi málið:
    Umhverfis- og ferðamálanefnd er jákvæð gagnvart verkinu en telur einnig að nauðsynlegt sé að nákvæmari kostnaðaráætlun liggi fyrir áður en hún metur hvort hægt sé að taka þátt í verkefninu.
    Nú þegar er annað kortaverkefni í gangi hjá nefndinni, Kjósarkort og undirbúningur að staðsetningu áningarstaða í hreppnum. Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun eru einungis áætlaðir fjármunir í þau verkefni en ekki gert ráð fyrir fjármunum í Hvalfjarðarkort.
    Ef til áframhaldandi stuðnings við verkefnið á að koma, verður hann annað hvort að koma sem aukafjárveiting afgreidd frá sveitarstjórn Kjósarhrepps eða gera ráð fyrir fjárveitingu  í næstu fjárhagsáætlun árið 2009.

  2. Minnisblað frá Umhverfisstofnun vegna áningarstaða í Kjós.

    Lagt fram til skoðunar og yfirlesturs.
    Ákveðið að senda minnisblaðið til Vegagerðar Ríkisins til yfirlesturs, umsagnar og álitsgjafar.

  3. Deiliskipulag fyrir Vindás 5.

    Lagt fram fyrir umhverfis- og ferðamálanefndar til umsagnar.

  4. Bréf frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins (FSH)

    Kjósarhreppur er genginn í Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins (FSH) og í bréfinu er óskað eftir fulltrúa hreppsins í stjórn. Umhverfis- og ferðamálanefnd vill lýsa yfir ánægju sinni með inngöngu Kjósarhrepps í samtökin.

Önnur mál:
Engin önnur mál.

Unnur Sigfúsdóttir
Birna Einarsdóttir
Ólafur Jónsson
Ólafur Engilbertsson
Kristján Oddsson