Umhverfisnefnd
13. fundur 27. nóvember 2007 kl. 17.00 í Ásgarði
- Fulltrúi frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis mætti á fundinn og farið var yfir samskipti nefndarinnar við eftirlitið.
- Farið yfir drög fyrir styrki til reið- og göngustígagerðar og þau samþykkt.
Birna sagði frá fundi sem hún sat 20. nóvember með sveitarstjórn og fulltrúum frá samgöngunefnd og reiðveganefnd frá LH.
- Rædd var aðkoma nefndarinnar að gerð deiluskipulags og tillaga frá oddvita 20. september 2007, samþykkt.
- Lagt var fram minnisblað dags. 21. nóvember 2007 um endurvinnslutunnur.
Nefndin leggur til að kannað verði hvað margir hafi áhuga á endurvinnslutunnum.
5. Birna sagði frá fundi sem hún sat með oddvita og Reyni Ingibjartssyni vegna
Hvalfjarðarkorts.
- Lagðar voru fram athugasemdir frá Kjósarhrepp um efnistöku á hafsbotni í
Hvalfirði.
Næsti fundur ákveðinn 29. janúar 2008 kl. 17.00 í Ásgarði
Katrín Cýrusdóttir
Aðalheiður Birna Einarsdóttir
Bergþóra Andrésdóttir
Unnur Sigfúsdóttir