Sveitarstjórn
Ár, 2007, 5. júlí er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
Kl. 20.00.
Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir
1 Fundagerðir lagðar fram:
a) Skipulags-og byggingarnefndar frá; 4.júlí. 2007
Afgreiðsla;Athugasemd gerð við afgreiðslu liðar 1. Annars er fundargerðin samþykkt
2. Lögð fram íbúaskrá Kjósarhrepps frá 1. desember 2006
Afgreiðsla; Engar athugasemdar gerðar við hana
3. Lagt fram erindi frá Þjóðskrá þar sem óskað er staðfestingu hreppsnefndar um hvort t.t. sumarhús séu á skipulögðu svæði undir frístundarbyggð vegna skráningu þriggja einstaklinga til lögheimilis þar á sl. ári, fyrir gildistöku breytinga á lögum um lögheimili. Um er að ræða hús númer 10 og 16 við Berjabraut, og hús númer 16 í Stömpum, öll í Hálsenda. Jafnframt er óskað eftir staðfestingu hvort viðkomandi einstaklingar hafi búið í viðkomandi húsnæði þegar skráning fór fram.
Afgreiðsla; Hreppsnefnd telur það ekki vera í sínum verksviði að taka ákvarðanir um lögheimilisskráningu. Lög um lögheimili nr. 21/1990 með síðari breytingum standa ein og sér og þeim ber að Þjóðskrá að framfylgja.
Varðandi áðurnefndar skráningar eru nefnd hús til staðar og eru þau samkvæmt Aðalskipulagi á svæði undir frístundabyggð. Þeir einstaklingar sem um ræðir, eru eftir bestu vitund búsettir í þeim húsum.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram að sveitarfélagið þjónustar íbúa á frístundarlóðum með öðrum hætti en íbúa á íbúðarhúsalóðum. Það á við m.a. um sorphirðu og skólaakstur, jafnframt því hefur Vegagerð ríkisins ekki tekið vegi á frístundasvæðum á safnvegaskrá.
4. Opinn dagur í Kjós 21.júlí
Til fundarins er boðuð Menningarmálanefnd Kjósarhrepps.Farið var yfir daginn og bæklinginn og eru fundarmenn ánægðir með það sem komið er.
5. Sumarhús á lóð hreppsins á Harðbala.
Oddviti kynnti óskir leigjanda um framlengingu leigusamnings sem gildir til 2020.
Oddvita falið að vinna frekar að málinu.
8. Önnur mál.
Fundi slitið kl. 23:00
Fundarritari var Guðný G Ívarsdóttir