Sveitarstjórn
Ár, 2007, 7. júní er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
Kl. 20.00.
Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Pétur Blöndal Gíslason, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson, og Jóhanna Hreinsdóttir
1 Fundagerðir lagðar fram:
a) Skipulags-og byggingarnefndar frá; 30,05. 2007
Afgreiðsla;Samþykkt
b) Umhverfis- og ferðamálanefndar, fundar nr. 10 frá 22.05. 2007.
Afgreiðsla;lögð fram, oddvita falið að vinna að framkvæmd annars og þriðja liðar.
c) Menningar- fræðslu og félagsmálanefndar, funda nr. 10 frá 30.05. 2007
Afgreiðsla; lagðar fram..
2. Ársreikningur sveitasjóðs Kjósarhrepps 2006, fyrri umræða.
Afgreiðsla; samþykkt að vísa ársreikningnum til annarrar umræðu
3. Tilnefning tveggja fulltrúa í Svæðisskipulagsnefnd.
Afgreiðsla; skipaðir voru: Sigurbjörn Hjaltason og Guðmundur Davíðsson.
4. Refaeyðing í Kjósarhreppi 2007.
Oddviti lagði fram minnisblað frá Óðni Elíssyni.
Afgreiðsla;Samþykkt að ganga til samninga við Óðinn og Einar Stefánsson á grundvelli blaðsins á sömu kjörum og á sl. ári
5. Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs.
Afgreiðsla; Sigurbjörn Hjaltason kosinn oddviti og Hermann Ingólfsson kosinn varaoddviti.
6. Tilnefning varafulltrúa í foreldraráð Klébergsskóla.
Afgreiðsla; Oddvita falið að finna fulltrúa.
7. Fjárhagur 1. ársþriðjungs 2007.
Oddviti lagði fram yfirlit yfir fjárreiður sveitarsjóðs
8. Önnur mál
Fundi slitið kl. 22:20
Fundarritari var : Pétur B Gíslason