Sveitarstjórn
Ár, 2007, 1. febrúar er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
Kl.20.00.
Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir
1. Fundagerðir lagðar fram:
a) Skipulags-og byggingarnefndar frá; 31. janúar 2007.
Afgreiðsla; Samþykkt.
b) Umhverfis- og ferðamálanefndar frá 23.01.2007.
Afgreiðsla: Samþykkt.
c) Menningar- fræðslu og félagsmálanefndar frá 31.01.2007
Afgreiðsla: Samþykkt.
2. Reglur um veitingu námsstyrkja lagðar fram.
Afgreiðsla:Samþykkt.
3. Heimasíða hreppsins.
Oddviti lagði fram tilboð Nepal í Borgarnesi og greindi frá könnun sinni ásamt formanni Upplýsingar- og fjarskiptanefndar á öðrum valkostum og niðurstöðu þeirra.
Afgreiðsla: Samþykkt að ganga til samstarfs við Nepal.
4. Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu sorps í Kjósarhreppi 2007.
Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um samþykki Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, er í samræmi við fjárhagsáætlun.
5. Samþykkt um hreinsun, losun og frágang rotþróa í Kjósarhreppi.
Afgreiðsla:Samþykkt með fyrirvara um samþykki Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
6. Gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Kjósarhreppi 2007.
Afgreiðsla:Samþykkt með fyrirvara um samþykki Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.
7. Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins.
Erindi frá Reykjavíkurborg dags. 11. janúar 2007um óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Varðar breytingu á landnotkun austan Grafarholts.
Afgreiðsla:Engar athugasemdir gerðar.
8. Þriggja ára fjárhagsáætlun.
Lögð fram þriggja ára fjárhagsáætlun dags. 1. febrúar 2007 fyrir sveitarsjóð 2008-2010.
Afgreiðsla: Áætlunin samþykkt.
9. Ráðningarsamningar.
Lagðir fram ráðningarsamningar við Maríu Dóru Þórarinsdóttur og Ástu Jónsdóttur.
Afgreiðsla: Oddvita falið að ganga frá ráðningarsamningunum við þær.
Önnur mál.
Fundi slitið kl. 22.28
Fundarritari var Steinunn Hilmarsdóttir