Sveitarstjórn
Ár, 2007, 1. mars er fundur í hreppsnefnd Kjósarhrepps, haldinn í Ásgarði
Kl.20.00.
Mæting;Sigurbjörn Hjaltason, Steinunn Hilmarsdóttir, Guðmundur Davíðsson,
Hermann Ingólfsson, og Guðný G. Ívarsdóttir
- Framkvæmdir við eldhús og stigagang í Félagsgarði skoðaðar.
- Fundagerðir lagðar fram:
a) Skipulags-og byggingarnefndar frá; 21.02 2007.
Afgreiðsla; Samþykkt
b) Umhverfis- og ferðamálanefndar frá 20.02.2007.
Afgreiðsla: Lögð fram
c) Menningar- fræðslu og félagsmálanefndar frá 28.02.2007
Afgreiðsla: Lögð fram. 1. liður samþykktur
d) Húseignarnefndar frá 03.02 og 24.02 2007.
Afgreiðsla: Lagðar fram
Efni til kynningar:
1) Svar Mosfellsbæjar við erindi oddvita vegna félagsþjónustu og uppbyggingu hjúkrunarheimilis.
2) Ráðningarsamningar
3) Erindi oddvita til Íslandspósts vegna nýs póstfangs í Kjósarhreppi.
4) Erindi oddvita til Skipulagsstofnunar vegna kostnaðarþátttöku í aðalskipulagsgerð
5) Erindi oddvita til Rafmagnsveitustjóra vegna afhendingargæða rafmagns.
6) Erindi oddvita til Orkustofnunar vegna efnistöku af sjávarbotni í Hvalfirði.
7) Erindi Orkustofnunar þar sem óskað er frekari gagna.
8) Greinargerð oddvita til Orkustofnunar.
9) Erindi oddvita til heilbrigðisráðherra vegna byggingu hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ.
3. Önnur mál
Starfskjarasamningur hreppsnefndar Kjósarhrepps við oddvita, dagsettur 01.03.2007 lagður fram til kynningar.
Afgreiðsla; Samþykkt
Bréf barst inn á hreppsnefndarfund frá stjórn Kvenfélags Kjósarhrepps og hljóðar svo:
Gjöf til Félagsgarðs.
Á aðalfundi hjá Kvenfélagi Kjósarhrepps, haldinn 13.febrúar síðastliðinn barst umræðan að eldhúsi í Félagsgarði.
Félagið er tilbúið að leggja til um það bil kr.350.000.- til kaupa á áhöldum í eldhúsið í samráði við sveitarstjórn.
Bréf þetta er undirritað af stjórn Kvenfélags Kjósarhrepps; Dóru Ruf, Sigurbjörgu Ólafsdóttur og Guðnýju Ívarsdóttur.
Hreppsnefnd þakkar innilega fyrir höfðinglega gjöf og hlýjan hug til Félagsgarðs.
Fundi slitið kl.22.37
Fundargerð ritaði Steinunn Hilmarsdóttir