Sveitarstjórn
Fundargerð 13.01.03
Fundur í hreppsnefnd 13. janúar 2003 haldinn í Félagsgarði kl. 15.30.
Á fundinn mættu Guðný, Guðmundur, Anna Björg og Jón. Gunnar kom kl. 17.15
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis frá 17. desember.
2. Lögð fram til kynningar tillaga um girðingu milli Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar einnig drög að samþykktum um búfjárhald og lausagöngu búfjár í Reykjavík.
3. Lagt fram til kynningar tilboð frá Landmótun um aðalskipulag fyrir Kjósarhrepp. Áætlaður heildarkostnaður : 6.038.000 krónur m/vsk.
4. Oddvita falið að óska eftir fundi með Skipulagsstofnun.
5. Umræða fór fram um fjárhagsáætlun 2003.
6. Hreppsnefnd hefur ákveðið að ræða við byggingarnefnd.
Fundi lauk kl.19.30
Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Anna Björg Sveinsdóttir
Guðný G. Ívarsdóttir
Jón Gíslason