Fara í efni

Sveitarstjórn

60. fundur 02. desember 2002 kl. 09:32 - 09:32 Eldri-fundur
Fundargerð 09.12.2002

Hreppsnefndarfundur haldinn 9. desember 2002 í Félagsgarði. Mætt á fundinn voru Guðmundur, Hermann, Guðný, Gunnar og Anna Björg. Einnig mættu á fundinn Sigurbjörg, María Dóra og Ragnar í félagsmálanefnd Kjósarhrepps.

1. Félagsmálanefndin lagði fram drög að reglum um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð. Sveitastjórn samþykkir drögin sem reglur.

2. Sveitastjórn samþykkir að óska eftir við bæjarstjórn Mosfellsbæjar að mega óska eftir aðstoð félagsmálasviðs Mosfellsbæjar þegar þörf er á.

3. Fjármál sveitafélagsins og skólamálin rædd.

4. Sveitastjórn hefur ákveðið að hækka hreppsnefndarlaun í 4000 krónur, nefndarformannalaun í 4000 krónur og laun nefndarmanna í 2500 krónur.

5. Sveitastjórn hefur samþykkt erindisbréf fyrir umhverfisnefnd Kjósarhrepps.

Fleira ekki bókað.

Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Anna Björg Sveinsdóttir
Guðný G. Ívarsdóttir
Hermann Ingólfsson