Fara í efni

Sveitarstjórn

56. fundur 04. nóvember 2002 kl. 09:30 - 09:30 Eldri-fundur
Fundargerð 04.11.02

Fundur í hreppsnefnd 4. nóvember 2002 kl.15.30 í Félagsgarði.
Mætt á fundinn Gunnar, Hermann, Guðný, Guðmundur og Anna Björg.

1. Lögð fram bókun skólanefndar 15.10.2002 um beiðni tveggja nemenda um námsvist í Klégbergsskóla. Skólanefnd synjaði báðum beiðnunum og vísaði til sveitastjórnar til endanlegrar afgreiðslu. Málið rætt í sveitastjórn, afgreiðslu frestað.

2. Kynnt tilboð frá Securitas í brunakerfi í Ásgarðsskóla. Ákveðið að leita eftir fleiri tilboðum.

3. Bréf barst frá Jóni E. Undórssyni um skipulagt byggingarland í landi Litlabæjar þar sem hann óskar eftir afstöðu sveitastjórnar til heilsársbyggðar. Málinu vísað til byggingarnefndar.

4. Bréf barst frá landbúnaðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn um búfjárhald í Reykjavík. Sveitastjórn bendir á að ekki sé girt milli sveitafélaganna á Esju. Oddvita falið að svara bréfi.

5. Þar sem skólanefnd Klébergsskóla hefur verið lögð niður hefur Reykjavíkurborg boðið Kjósarhrepp að tilnefna áheyrnafulltrúa í foreldraráð Klébergsskóla með málfrelsi. Ákveðið að tilnefna Gunnar Leó Helgason og til vara Jóhönnu Hreinsdóttur.

6. Sveitastjórn ákveður að tilnefna Sigurbjörgu Ólafsdóttur í þjónustuhóp aldraðra.

7. Kynnt tilboð frá Birni Ólafssyni um gerð á heimasíðu fyrir Kjósarhrepp.

Fleira ekki bókað.

Guðmundur Davíðsson
Gunnar Leó Helgason
Anna Björg Sveinsdóttir
Guðný G. Ívarsdóttir
Hermann Ingólfsson