Fara í efni

Sveitarstjórn

40. fundur 05. september 2005 kl. 09:20 - 09:20 Eldri-fundur
Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 05.09.2005.kl.17.

Mætt á fundinn Guðmundur, Hermann, Guðný, Gunnar Leó og Anna Björg.

1.
Oddvita falið að svara bréf frá Ástríði Sigurrósu Jónsdóttur varðandi umgengi um fjöru og byggingar við Meðalfellsvatn áður lagt fram á fundi 12.07.2005.

2. Lögréttir verða í Hækingsdal.

1.rétt sunnudaginn 18.09.2005.
2.rétt sunnudaginn 09.10.2005.
Réttarstjóri var skipaður Guðbrandur Hannesson.

3.
Borist hefur bréf frá Lex-Nextor ehf lögmannsstofu varðandi skráningu lögheimilis í sumarhúsi við Dælisárveg.
Bókun:
,,Hreppsnefnd fer fram á þegar umsóknir berast um skrásetningu lögheimilis í frístundarhús í Kjósarhreppi skuli umsækjendur sýna fram á fasta búsetu í húsinu með óyggjandi hætti í samræmi við dóm Hæstaréttar í Iðumáli.
Í því felst að umsækjandi rökstyðji ástæður þess að hann vilji skrá þar lögheimili sitt að hann hafi ekki annað lögheimili og að með lögregluskýrslu verði sýnt fram á sannanir fyrir fastri búsetu síðustu mánuði.
Vottun heilbrigðiseftirlits um að húsið uppfylli kröfur um hollustuhætti verða að liggja fyrir."

Önnur mál:
Hreppsnefnd hefur ákveðið að bjóða upp á akstur fyrir unglinga í
félagsmiðstöðina Fjörgyn á Kjalarnesi 1 sinni í viku til reynslu.

Fundi slitið kl. 18.40.
Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir