Sveitarstjórn
Fundargerð 07.02.2005.
Hreppsnefndarfundur haldinn í Félagsgarði 07.02.2005.kl.20.30.
Mætt á fundinn Guðmundur,Hermann,Guðný,Gunnar Leó og Anna Björg.
1. Síðari umræða um fjárhagsáætlun fyrir 2005 fór fram og var hún samþykkt.
2. Borist hefur bréf frá afkomendum Guðlaugs Jakobssonar og Katrínar
Kristjánsdóttur þar sem óskað er eftir framlengingu á leigusamningi á
sumarhúsalóð í landi Kjósarhrepps við Harðbalaland.
Afgreiðslu málsins frestað meðan á vinnu við aðalskipulag stendur.
3. Borist hefur bréf frá Finni Péturssyni frá Káranesi varðandi þriggja fasa
rafmagn.
Málinu vísað til orkunefndar.
Fundi slitið kl. 23.50.
Guðmundur Davíðsson
Guðný Ívarsdóttir
Gunnar Leó Helgason
Hermann Ingólfsson
Anna Björg Sveinsdóttir.