Fara í efni

Sveitarstjórn

4. fundur 07. september 2006 kl. 18:53 - 18:53 Eldri-fundur

Fundur haldinn í Félagsgarði 7.september 2006 kl. 20:00

Mætt voru: Sigurbjörn, Guðmundur, Hermann, Steinunn og Guðný.

1. Fundagerðir lagðar fram frá Skipulags- og bygginganefnd dags. 26.07 og 29.08 2006. Umhverfis- og ferðamálanefnd dags. 25.07 2006. Samgöngu- og orkunefnd dags. 31.08 2006. Sigurbjörn leggur til að fundagerðir Skipulags-og bygginganefndar verði samþykktar en hreppsnefnd fer fram á að fundagerðir nefndarinnar verði í framtíðinni vandaðri og réttar.

2. Erindisbréf fyrir Umhverfis- og ferðamálanefnd. Hreppsnefnd samþykkir það og tekur það gildi 7. september 2006.

3. Fjallskil 2006. 1. lögrétt verður sunnudaginn 17. september kl. 16:00. 2. lögrétt verður sunnudaginn 8. oktober kl.16:00. Réttarstjóri er skipaður Guðbrandur Hannesson og marklýsingamenn, Hreiðar Grímsson og Helgi Guðbrandsson í báðum réttunum.

4. Breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Lagt fram erindi frá Kópavogsbæ dags. 16.08 2006 og erindi frá Reykjavíkurborg dags. 23.08 2006 þar sem óskað er eftir athugasemdum frá hreppsnefnd Kjósarhrepps á meðsendum tillögum að breytingum á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðins. Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerir engar athugasemdir.

5. Félagsgarður. Jón Ægisson lagði fram kynningu að viðskiptaáætlun varðandi framtíðarrekstur í Félagsgaði.(hugmynd).

6. Ráðstöfun lausafjármuna úr Ásgarðsskóla. Hreppsnefndarmenn fóru upp í skóla og farið var yfir hugsanlega ráðstöfun á munum frá skólahaldinu.

Fleira ekki bókað og fundi slitið kl. 11:20.