Sveitarstjórn
Hreppsnefndarfundur 3. ágúst 2006
Mæting: Sigurbjörn,Guðmundur, Helen,Hermann og Guðný.
1.
Fundargerð Byggingar-og skipulagsnefndar frá 26.07, og fyrstu fundagerðir Upplýsinga-og fjarskiptatnefndar, Húseignarnefnda og Orku- og samgöngunefndar lagðar fram.
Afgreiðslu fundagerðar Byggingar-og skipulagsnefndar frestað.
2.
Samningur Við Emax ,fjarskipti lagður fram og samþykktur.
3.
Samþykkt að taka upp innheimtu gjalda vegna hreinsunar rotþróa í hreppnum. Frá og með 1. águst 2006 stendur sveitarsjóður straum af kostnaði við hreinsuninna.
4.
Tilnefning fulltrúa í almannavarnanefnd:
Sigurbjörn Hjaltason og Gunnar Leo Helgason.
Til vara: Hlöðver Ólafsson og Þórarinn Jónsson.
5.
Tilnefning fulltrúa í Foreldraráð Klébergsskóla:
Jóhanna Hreinsdóttir og til vara Laufey Kristjánsdóttir.
6.
Samþykkt að flytja skrifstofu hreppsins í Ásgarð.
7.
Ákveðið að kanna að stofna einkahlutafélag í kringum Félagsgarð og láta meta eignarhlut Ungmennafélafsins Drengs og Kjósarhrepps í Félagsgarði. Jafnframt að láta gera eignaskiptasamning um það. Ákveðið að fela húseignanefnd að vinna að endurbótum á eldhúsi Félagsgarðs.
8.
Launa kjör nefnda,oddvita/framkvæmdastjóra.
Nefndalaun ákveðin:
Hreppsnefndarlaun; 8.000 pr. fund
Formenn nefnda; 8.000 pr. fund
Aðrir nefndamenn; 5.000 pr. fund
Launakjör oddvita/framkvæmdastjóra frestað.
9.
Lagt fram erindi frá Kópavogsbæ um breytingu á svæðiskkipulagi.
Engar athugasemdir gerðar.