Sveitarstjórn
Dagskrá
1.Samningur um vetrarþjónustu í Kjósarhreppi 2024-2027
2411030
Með auglýsingu, dags. 11. september 2024 bauð Kjósarhreppur út framkvæmd verkefnisins „Vetrarþjónusta í Kjósarhreppi 2024-2027“. Tilboð voru opnuð miðvikudaginn 25. september 2024. Lagður er fram til samþykkis sveitarstjórnar, verksamningur um vetrarþjónustu í Kjósarhreppi 2024 til 2027. Verkseljandi er ÓV jarðvegur ehf. kt. 471016-0470.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að skrifa undir hann.
2.Frávikagreining reksturs Kjósarhrepps 2024
2404064
Sveitarstjóri leggur fram frávikagreiningu rekstur, tímabilið janúar til september 2024
Sveitarstjórn þakkar fyrir framlagða greiningu.
3.Viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024-2027
2411023
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2024 lagður fram til staðfestingar.
Smþykkt samhljóða.
4.Álagning gjalda 2025 og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar.
2411008
Tekin er til umfjöllunar og ákvörðunar álagning gjalda og aðrar forsendur fjárhagsáætlunar 2025.
Lagt er til að:
Útsvarshlutfall ársins 2025 verði 14.45%
Hlutfall fasteignaskatt verði eftirfarandi:
A-flokkur - 0,30 % af fasteignamati húss og lóðar
B-flokkur - 1,32 % af fasteignamati húss og lóðar
C-flokkur - 0,85 % af fasteignamati húss og lóðar
Tekjutengdur afsláttur elli- og örorkuþega í Kjósarhreppi verði óbreyttur eins og hann er lagður fram í Álagningu gjalda 2025.
Heimgreiðsla til foreldra ungbarna verður frá 1. Janúar 2025 kr. 140.000-
Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema verður frá 1. Janúar 2025 - kr. 60.000-
Frístundastyrkur verði kr. 75.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 6-18 ára.
Frístundastyrkur verði kr. 35.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 3-5 ára.
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt samþykkir sveitarstórn samhljóða gjaldskrár um hreinsun rotþróa, gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs, gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og gjaldskrá vegna dagforeldra.
Útsvarshlutfall ársins 2025 verði 14.45%
Hlutfall fasteignaskatt verði eftirfarandi:
A-flokkur - 0,30 % af fasteignamati húss og lóðar
B-flokkur - 1,32 % af fasteignamati húss og lóðar
C-flokkur - 0,85 % af fasteignamati húss og lóðar
Tekjutengdur afsláttur elli- og örorkuþega í Kjósarhreppi verði óbreyttur eins og hann er lagður fram í Álagningu gjalda 2025.
Heimgreiðsla til foreldra ungbarna verður frá 1. Janúar 2025 kr. 140.000-
Náms- og ferðastyrkur framhaldsskólanema verður frá 1. Janúar 2025 - kr. 60.000-
Frístundastyrkur verði kr. 75.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 6-18 ára.
Frístundastyrkur verði kr. 35.000 fyrir allt skólaárið, fyrir aldurshópinn 3-5 ára.
Samþykkt samhljóða.
Jafnframt samþykkir sveitarstórn samhljóða gjaldskrár um hreinsun rotþróa, gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs, gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna og gjaldskrá vegna dagforeldra.
5.Fjárhagsáætlun 2025-2028
2409023
Lögð er fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlum Kjósarhrepps 2025 - 2028
Fjárhagsáætlun vísað til síðari umræðu.
Fundi slitið - kl. 21:00.