Fara í efni

Sveitarstjórn

295. fundur 11. júlí 2024 kl. 16:30 - 17:00 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
  • Berglind Hansdóttir aðalbókar
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umsókn um stöðuleyfi

2407012

Eyri í Kjós ehf. sækir um graftraleyfi og stöðuleyfi fyrir fimm hús sem verða flutt á staðinn og staðsett á jörðinni á svæði sem nú er í skipulagsferli "Deiliskipulag Eyri, ferðaþjónusta, málsnr. 384/2024 í skipulagsgátt ST. Húsin verða staðsett á reitnum E7-E10 og E11. Húsin E7-E10 eru 36,9 fm og á reit E11 79,0 fm.Stöðuleyfið gildir í 3 mánuði frá útgáfu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita stöðuleyfi á grundvelli 2.6.1 gr. Byggingarreglugerðar nr: 112/2012 í samræmi við innsend gögn.

2.Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps

2310018

Vegna endurskoðunar aðalskipulags Kjósarhrepps 2024-2036 er lögð er fram til staðfestingar í sveitarstórn, Skipulags- og matslýsing.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:00.