Fara í efni

Sveitarstjórn

292. fundur 08. maí 2024 kl. 16:00 - 17:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS) nefndarmaður
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Helena Ósk Óskarsdóttir
Fundargerð ritaði: Helena Ósk Óskarsdóttir Sérfræðingur á skipulagssviði
Dagskrá
Oddviti leitar frábrigða og óskar eftir að taka eftirtalin mál á dagskrá fundarins.

Mál nr:
2405003 Lán til Kjósarveitna.
2105020 Fulltrúi Kjósarhrepps á Aðalfundi Kjósarveitna.
2105021 Fulltrúi Kjósarhrepps á Aðalfundi Leiðarljóss.

1.Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 10

2404002F

  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 10 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu nefndarinnar.
  • Skipulags- umhverfis og samgöngunefnd - 10 Skipulags-, umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni verði samþykktar og skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deilskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni og felur skipulagsfulltrúa fullnaðarafgreiðslu á deiliskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Samfélagsstyrkur Kjósarhrepps

2404001

Tekin er fyrir umsókn frá Félagi sumarhúsaeigenda Hvammsenda í Kjós. Óskað er eftir styrk til að ljúka gerð áningarsvæðis við göngustíg fyrir gesti og gangandi. Gert er ráð fyrir leiktækjum, fallvörn og bekkjum. Áætlaður kostnaður er um. 1.200.000 kr. Óskað er eftir 400.000 kr. styrk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita sumarhúsafélaginu Hvammi 400.000 kr. styrk enda skuldbindur félagið sig til að tryggja góðan aðgang að umræddu svæði fyrir almenning. Sveitarstjórn bendir jafnframt á úthlutunarreglur sveitarfélagsins um samfélagsstyrk.

3.Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu

2404065

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn sveitarstjórnar Kjósarhrepps vegna umsóknar S9 ehf., kt. 660413-1890 um rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II/C minna gistiheimili að Bugðuós 2,í Kjósarhreppi, fasteignanúmer F2309173.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
Axel Jóhannsson framkvæmda- og rekstrarstjóri Kjósarveitna kemur inn á fundinn.

4.Lán frá Kjósarhreppi til Kjósarveitna

2405003

Vegna hraðrar uppbyggingar í sveitarfélaginu hefur verið ákveðið að bora aðra holu eftir heitu vatni. Vegna hárra vaxtakjara hafa Kjósarveitur óskað eftir því að Kjósarhreppur láni félaginu 91 millj.kr. til 20 ára. Vextir eru 3,54% Lánið skal endurgreitt á 236 mánuðum með 20 jöfnum afborgunum,þeirri fyrstu þann 30. desember 2024 og síðan á 12 mánaða fresti eftir það. Sérhver afborgun lánsins, fram að lokagjalddaga skal nema 1/20 hluta af upphaflegum höfuðstól lánsins. Á lokagjalddaga lánsins þann 30. desember 2043 skal lántaki greiða allar eftirstöðvar lánsins auk áfallinna ógreiddra vaxta. Um greiðslu vaxta er vísað til 3. gr. (Vextir). Greiðslustaður er hjá lánveitanda. Fimmtíu mill.kr. er nýtt lán, mismunur er skammtímalán sem verður breytt í langtímalán.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Kjósarveitum lán að upphæð skv. skilmálum.
Axel Jóhannsson framkvæmda- og rekstarstjóri Kjósarveitna víkur af fundinum.

5.Fulltrúi Kjósarhrepps á aðalfundi Kjósarveitna ehf

2105020

Sveitarstjórn útnefnir fulltrúa sinn á aðalfund Kjósarveitna ehf, þann 14. maí nk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Sigurþór Ingi Sigurðsson verði fulltrúi Kjósarhrepps og fari með atkvæði hans á fundinum.

6.Fulltrúi Kjósarhrepps á aðalfundi Leiðarljós ehf

2105021

Sveitarstjórn útnefnir fulltrúa sinn á aðalfund Kjósarveitna ehf, þann 14. maí nk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Sigurþór Ingi Sigurðsson verði fulltrúi Kjósarhrepps og fari með atkvæði hans á fundinum.

7.Fundargerð 126. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins

2404053

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð 576. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

2404054

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð 79. fundar stjórnar Kjósarveitna

2404059

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 23. fundar stjórnar Leiðarljóss

2404060

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð 947. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2404066

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.