Fara í efni

Sveitarstjórn

291. fundur 30. apríl 2024 kl. 14:00 - 15:30 stóra fundarsal í Ásgarði
Nefndarmenn
  • Jóhanna Hreinsdóttir (JH) oddviti
  • Sigurþór Ingi Sigurðsson (SIS) nefndarmaður
  • Guðmundur H Davíðsson varamaður
    Aðalmaður: Jón Þorgeir Sigurðsson (JÞS)
  • Þórarinn Jónsson (ÞJ) nefndarmaður
  • Þóra Jónsdóttir (ÞJ) nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá
Oddviti leitar frábrigða og óskar eftir að eftirfarandi mál verði tekin á dagskrá fundarins:

Mál nr:2404067 Rampur við Ásgarð

1.Frávikagreining reksturs Kjósarhrepps 2024

2404064

Sveitarstjóri leggur fram frávikagreiningu rekstur, tímabilið janúar til mars 2024.
Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra fyrir framlagða frávikagreiningu.

2.Skýrsla stjórnsýsluskoðunar

2404055

Lögð er fram skkýrsla vegna sjórnsýsluskoðunar í Kjósarhreppi sem unnin var af KPMG.
Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með niðurstöðu skýrslunnar og leggur áherslu á að bætt verði úr varðandi bókun við álagningu gjalda í framtíðinni.

3.Rampur við Ásgarð

2404067

Stefnt er að því að rampur verði steyptur við Ásgarð fyrir kosningar til að auðvelda fötluðu fólki aðgengi að kjörstað. Lagt er til að rampurinn verði við framanverðar tröppurnar hægra megin. Sjá nánar á mynd í fylgiskjölum.
Samþykkt samhljóða.

4.Ársreikningur 2023

2404056

Tekinn er til síðari umræðu ársreikningur Kjósarhrepps fyrir árið 2023.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi í A og B hluta var jákvæð um 49.765 millj.kr. Í A hluta var niðurstaðan jákvæð um 79.695 millj.kr.

Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 38.577 millj.kr. fyrir A hluta og jákvæðri niðurstöðu uppá 34.183 millj.kr. fyrir A og B hluta.



Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 359.525 millj.kr. samkvæmt efnahagsreikningi en eigið fé A hluta nam kr. 491.838 millj.kr.



Laun og launatengd gjöld á árinu námu alls 98.680 millj.kr. en í A hluta um 69.299 millj.kr. Stöðugildi hjá sveitarfélaginu voru um 4,5 í árslok.



Ljóst er að fjármagnskostnaður hefur verulega neikvæð áhrif á afkomu Kjósarveitna.



Mikill viðsnúningur hefur orðið í rekstri sveitarfélagsins, sl. tvö ár var sveitarsjóður rekinn með tapi sem nú hefur tekist að snúa við.

Sveitarstjórn þakkar sveitarstjóra og öðru starfsfólki fyrir þeirra þátt í rekstri sveitarfélagsins.

Endurskoðaður ársreikningur Kjósarhrepps fyrir árið 2023 er samþykktur samhljóða.

Fundi slitið - kl. 15:30.